Velkomin í Reykjavík Bruggfélag
Þetta snýst allt um bjórinn
Reykjavík Bruggfélag (RVK Brewing Co.) handverksbrugghús varð til af hreinni og einfaldri ástríðu fyrir góðum bjór. Eftir að hafa starfað í mörg ár í fjármálageiranum í New York komst stofnandi okkar að sinni sönnu ástríðu; góður bjór. Og breiða út boðskapinn um góðan bjór á Íslandi. Í því skyni var RVK Bruggfélag stofnað árið 2017. Fyrstu bjórarnir komu á markað 2018 og höfum við síðan gert yfir 100 mismunandi bjóra í endalausri vegferð okkar að gæða handverksbjór.
Gæða handverksbjór úr hjarta Reykjavíkur
RVK bruggfélag framleiðir gæða handverksbjór í brugghúsunum sínum í Skipholti. Við seljum ferskan handverksbjór til veitingastaða í Reykjavík og í bruggstofu okkar í Tónabíói Skipholti 33. Við höfum yfir að ráða hágæða tækjum til framleiðslu og pökkunar. Stöðugt eykst úrval af bjórum í dósum sem hægt er að nálgast í bjórbúðinni í Skipholti eða í verslunum ÁTVR. Hér má sjá úrval bjóra frá RVK bruggfélagi sem fást í verslunum ÁTVR.
Bruggstofa og bjórbúð í Skipholti
Í bruggstofu okkar í Tónabíói, Skipholti 33 erum við með 22 krana af bjór sem allir eru framleiddir í brugghúsum okkar. Þetta er besti staðurinn til að fá ferskan bjór beint frá brugghúsi.
Einnig er hægt að kaupa bjóra til að taka heim, hvort heldur í dósum eða fá áfyllt á endurnýtanleg ílát (growler/dunkar).
Opnunartímar
Þri, mið, fim
16:00 - 22:00
Föst, lau
16:00 - 23:00
Smelltu á mynd hér að neðan til að sjá bjórlista í bruggstofu.
Við bjóðum upp á heimsóknir í brugghúsið
Brugghús okkar í Skipholti 31 má leigja fyrir ýmsa viðburði. Við bjóðum upp á allt frá stuttri kynningu fyrir hópa frá 6 til 25 manns yfir í einkasamkvæmi með aðgangi að úrvals bjór.
Við bjóðum líka upp á að hópar komi til okkar og bruggi sinn eigin bjór. Þetta er upplagt fyrir hópefli hjá fyrirtækjum, vinahópinn á leið í útlegu eða brúðhjón að plana brúðkaupsveislu.
Hafið samband við okkur hjá rvk@rvkbrewing.com til að fá allar frekari upplýsingar.
Staðsetning
Tónabíó er staðsett í Skipholti 33. Vegna framkvæmda á Heklureit er best að komast að Tónabíó gangandi eftir Skipholti. Einnig eru næg bílastæði fyrir framan húsið.
Gamla brugghús er í bakhúsi í Skipholti 31, sem snýr að Laugavegi. Gengið niður fyrir hús frá Skipholti eða komið gegnum bílastæði við hlið Heklu.
Kjörorð okkar er “Gríðarlega vandað”
Erum við að leita að þér? Smelltu hér fyrir störf í boði